Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 08. nóvember 2019 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Guðmundur Karl framlengir við Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson er búinn að framlengja samning sinn við Fjölni út keppnistímabilið 2021.

Guðmundur Karl hefur verið hjá Fjölni allan meistaraflokksferilinn að undanskildu sumrinu 2017, þegar hann lék 19 leiki fyrir FH í öllum keppnum.

Hann gerði 5 mörk í Inkasso-deildinni í sumar og þrjú í þremur bikarleikjum og jafnaði hann þar með eigið markamet frá sínu besta tímabili, þegar hann gerði 5 mörk í efstu deild sumarið 2015.

Guðmundur er mikilvægur hlekkur í liði Fjölnis og hefur spilað yfir 200 keppnisleiki fyrir félagið. Leikirnir eru fleiri en 300 ef deildabikar og önnur æfingamót eru talin með.

Hann er næstleikjahæstur í sögu félagsins eftir Gunnari Má Guðmundssyni þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner