Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Upamecano fer ekki strax til Bayern - Óvenjuleg klásúla
Mynd: Getty Images
Upp er komin óvenjuleg staða hjá Dayot Upamecano sem hefur verið keyptur til Bayern Munchen frá RB Leipzig.

Bayern greiddi það sem nam riftunarákvæði Upamecano þegar félagið klófesti hann í vetur. Ef allt væri eðlilegt þá myndi miðvörðurinn hefja undirbúningstímabilið með Bayern þann 5. júlí en staðan er ekki svo einföld.

Í ákvæðinu segir að samningur Frakkans renni út 15. júlí ef Leipzig fær uppsett verð fyrir leikmanninn. Sú er raunin og er því Upamecano ekki frjálst að fara fyrr en tíu dögum eftir að undirbúningstímabilið hefst.

Bayern getur borgað um 200 þúsund evrur til viðbótar, helminginn af mánaðarlaunum Upamecano, og þannig fengið hann fyrr en samkvæmt heimildum Bild er það eitthvað sem Bayern er ekki tilbúið að gera.

Því gæti þetta endað þannig að Upamecano æfi með Leipzig fyrstu tíu daga undirbúningstímabilsins áður en hann verður leikmaður Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner