Frakkland er að vinna Spán, 1-0, í undanúrslitum Evrópumótsins, en það var Randal Kolo Muani sem skoraði markið með skalla.
Spánverjar höfðu verið líklegri fyrstu mínúturnar. Fabian Ruiz átti að skora eftir stórkostlega fyrirgjöf Lamine Yamal en hann setti boltann yfir markið.
Frakkarnir refsuðu nokkrum mínútum síðar. Kylian Mbappe fékk boltann vinstra megin við teiginn, kom með þessa hárnákvæmu fyrirgjöf á Kolo Muani sem skallaði boltann af miklum krafti í netið.
Hægt er að sjá myndband af markinu hér fyrir neðan.
Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum ???????? pic.twitter.com/RqjEuiStHF
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024
Athugasemdir