Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   þri 09. júlí 2024 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Kolo Muani stangaði glæsilegri fyrirgjöf Mbappe í netið
Randal Kolo Muani skoraði fyrsta mark sitt á mótinu
Randal Kolo Muani skoraði fyrsta mark sitt á mótinu
Mynd: EPA
Frakkland er að vinna Spán, 1-0, í undanúrslitum Evrópumótsins, en það var Randal Kolo Muani sem skoraði markið með skalla.

Spánverjar höfðu verið líklegri fyrstu mínúturnar. Fabian Ruiz átti að skora eftir stórkostlega fyrirgjöf Lamine Yamal en hann setti boltann yfir markið.

Frakkarnir refsuðu nokkrum mínútum síðar. Kylian Mbappe fékk boltann vinstra megin við teiginn, kom með þessa hárnákvæmu fyrirgjöf á Kolo Muani sem skallaði boltann af miklum krafti í netið.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner