Það er ótrúlegur leikur á Extra vellinum þessa stundina þar sem heimamenn í Fjölni eru 4-0 undir gegn ÍBV.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 5 ÍBV
Um er að ræða svakalegan toppslag en Fjölnir er á toppnum, fjórum stigum á undan Eyjamönnum sem sitja í 2. sæti. Eyjamenn eru á fljúgandi siglingu en liðið hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum en Fjölnir hefur gert tvö jafntefli í röð.
Bjarki Björn Gunnarsson kom Eyjamönnum yfir þegar hann skoraði með skoti lengst utan af velli. Tómas Bent Magnússon bætti öðru markinu við og svo komu tvö mörk eftir að 45 mínútur voru liðnar af leiknum.
„Fjórða markið var flautumark fyrri hálfleiks. Það er verið að kjöldraga toppliðið. Þetta er með ólíkindum!" Skrifar Elvar Geir Magnússon í textalýsingu Fótbolta.net.
Oliver Heiðarsson skoraði fjórða mark ÍBV og er orðinn markahæstur í deildinni með 11 mörk. Það er hálfleikur sem stendur en seinni hálfleikurinn hefst innan skamms.