Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. september 2022 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland mætir Belgíu eða Portúgal á útivelli í umspilinu
Icelandair
Ísland mætir Belgíu eða Portúgal.
Ísland mætir Belgíu eða Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn fer fram 11. október.
Leikurinn fer fram 11. október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í dag í umspilið fyrir HM kvenna sem fram fer næsta sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Stelpurnar okkar voru í pottinum. Þær sitja frá í fyrstu umferð og mæta sigurvegaranum í einvígi Portúgal og Belgíu í annarri umferð.

Einungis er spilaður einn leikur í hverri umferð og fer sigurliðið áfram á næsta stig. Tvö af liðunum sem vinna einvígin í annarri umferð fara beint á mótið en þriðja liðið fer í annað auka umspil á Nýja-Sjálandi - þar sem mótið verður meðal annars haldið - í febrúar á næsta ári.

Til þess að ákveða hvaða lið fara beint á mótið og hvaða eitt lið fer í auka umspil hinum megin á hnettinum þá eru tekin saman úrslit í undankeppninni og í seinni hluta umspilsins.

Við förum alltaf beint á HM ef við vinnum leikinn sem við fáum 11. október í venjulegum leiktíma eða í framlengingu. Ef við vinnum í vítakeppni, þá gætum við endað í Nýja-Sjálandi í febrúar og ef við töpum, þá förum við ekki á HM.

Ísland mun spila á útivelli í umspilinu og fer leikurinn fram 11. október, en það var dregið um það.

1. umferð (6. október):
Portúgal - Belgía
Wales - Bosnía
Skotland - Austurríki

2. umferð (11. október):
Portúgal/Belgía - Ísland
Skotland/Austurríki - Írland
Sviss - Wales/Bosnía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner