Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 09. desember 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn úr þremur liðum í liði ársins hjá FIFPro
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
FIFPro hefur valið lið ársins í fótboltaheiminum og eru aðeins leikmenn úr þremur liðum sem koma við sögu. Þá er þetta í fyrsta sinn síðan 2006 sem Lionel Messi er ekki í liðinu.

Flestir leikmenn eru úr liði Real Madrid, eða sex talsins. Svo eru fjórir úr röðum Manchester City og einn leikmaður úr liði Liverpool.

Rúmlega 28,000 atvinnumenn í fótbolta frá 70 mismunandi löndum hafa atkvæðarétt í vali á liði ársins.

Hinn 21 árs gamli Jude Bellingham var atkvæðamestur í valinu en liðsfélagar hans Vinicius Junior og Kylian Mbappé eru einnig í liðinu, ásamt Dani Carvajal, Antonio Rüdiger og Toni Kroos sem er hættur í fótbolta.

Ederson er á milli stanganna og eru Erling Haaland, Kevin De Bruyne og Rodri einnig í liði ársins, ásamt Virgil van Dijk.

Lið ársins (3-4-2-1):
Markvörður:
Ederson Moraes (Man City)

Varnarmenn:
Dani Carvajal (Real Madrid)
Antonio Rudiger (Real Madrid)
Virgil van Dijk (Liverpool)

Miðjumenn:
Kevin De Bruyne (Man City)
Rodrigo (Man City)
Toni Kroos (Real Madrid)
Jude Bellingham (Real Madrid)

Kantmenn:
Kylian Mbappé (PSG/Real Madrid)
Vinicius Junior (Real Madrid)

Framherji:
Erling Haaland (Man City)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner