Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 10. febrúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Zidane vill að Isco skori fleiri mörk
Isco
Isco
Mynd: Getty Images
Franski þjálfarinn Zinedine Zidane vill að spænski landsliðsmaðurinn Isco skori fleiri mörk fyrir Real Madrid en hann var á skotskónum í 4-1 sigrinum á Osasuna í gær.

Isco, sem er fæddur árið 1991, hefur spilað 20 leiki á leiktíðinni og skorað 2 mörk en hann er ekki fastamaður í liðinu og þarf oft að sætta sig við bekkjarsetu.

Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Liverpool, Manchester United og Manchester City en Zidane segir hann mikilvægan part af hópnum.

„Það hefur ekkert breyst með stöðu hans. Isco er mikilvægur leikmaður í hópnum og gefur allt þegar hann spilar. Hann er góður leikmaður og ég er hrifinn af leikstílnum hans," sagði Zidane.

„Hann átti frábæran leik eins og allir í liðinu en ég er ánægður með markið hans því hann þarf að skora fleiri mörk," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner