Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. september 2019 10:18
Magnús Már Einarsson
Grýttu hús liðsfélaga Kwame fyrir að klúðra vítaspyrnu
Kwame Quee.
Kwame Quee.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reiðir stuðningsmenn Sierra Leone grýttu hús fyrirliðans Umaru Bangura með steinum eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu í leik gegn Líberíu í undankeppni HM um helgina.

Bangura klikkaði á vítapunktinum undir lokin og þar með tapaði Sierra Leone 3-2 og missti af því að komast áfram í næstu umferð í undankeppni HM. Sierra Leone hefði farið áfram á útivallarmörkum ef Bangura hefði skorað.

Bangura hefur fengið það óþvegið síðan leikurinn var flautaður af en hús hans hefur orðið fyrir skemmdum eftir að stuðningsmenn grýttu það.

Þá var samið lag um klúðrið sem er nú í spilun í Sierra Leona.

Kwame Quee, sem er í láni hjá Víkingi R. frá Breiðabliki, er leikmaður Sierra Leone en hann hefur sjálfur lýst yfir stuðningi við Bangura eins og sjá má á Twitter.

Athugasemdir
banner
banner