Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 11. október 2019 11:50
Elvar Geir Magnússon
Sigríður Lára búin að rifta samningi við ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur rift samningi sínum við ÍBV en þetta staðfesti Kristinn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökum Íslands í samtali við Fótbolta.net.

Sigríður Lára er 25 ára miðjumaður en hún er uppalin hjá ÍBV og skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

„Hún var með uppsagnarákvæði í samningnum sem hún nýtti sér og ætlar að skoða sína möguleika," segir Kristinn.

Sigríður Lára á 18 A-landsleiki en var ekki í hópnum sem lék gegn Lettum í vikunni.

ÍBV endaði í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar en Andri Ólafsson tók nýlega við þjálfun liðsins af Jóni Óla Daníelssyni.
Athugasemdir
banner
banner