Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. mars 2020 18:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daði og Valdimar framlengja við Fylki
Valdimar og Daði framlengdu í dag.
Valdimar og Daði framlengdu í dag.
Mynd: Einar Ásgeirsson
Í dag tilkynnti Fylkir að félagið hefði náð samkomulagi við tvo leikmenn félagsins um framlengingu á samningi þeirra.

Daði Ólafsson og Valdimar Þór Ingimundarsson framlengdu samninga sína í dag.

Daði Ólafsson, sem er fæddur 1994, hefur spilað í vinstri bakverðinum síðustu ár. Daði hefur spilað 80 leiki í deild og bikar fyrir Fylki og skorað í þeim fimm mörk. Samningur Daða gildir nú út tímabilið 2022.

Sóknarmaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson, sem fæddur er árið 1999, átti frábært tímabil í fyrra og með frammistöðu sinni tryggði hann sér sæti í 21-árs landsliðinu og lék fjóra leiki með því liði.

Valdimar semur út tímabilið 2021. Hann hefur spilað 66 leiki í deild og bikar fyrir Fylki og hefur skorað í þeim 16 mörk.
Athugasemdir
banner
banner