Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. apríl 2021 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Diakhaby: Cala notaði rasískt orð
Mouctar Diakhaby
Mouctar Diakhaby
Mynd: Getty Images
Juan Cala
Juan Cala
Mynd: Getty Images
Mouctar Diakhaby, varnarmaður Valencia á Spáni, segir að spænska knattspyrnusambandið verði að refsa Juan Cala fyrir að hafa beitt hann kynþáttaníði í leik Valencia og Cadiz á dögunum.

Liðin áttust við í síðustu viku en eftir aðeins hálftímaleik gekk Diakhaby og liðsfélagar hans af velli eftir honum lenti saman við Juan Cala, varnarmann Cadiz.

Diakhaby sakar Cala um að hafa verið með rasisma í hans garð og ákvað hann því að mótmæla með því að ganga af velli. Valencia fékk aövörun um að liðið myndi tapa leiknum ef leikmennirnir mættu ekki aftur á völlinn og ákvað því Diakhaby að biðja um skiptingu og bað liðsfélaga sína um að klára leikinn.

Spænska knattspyrnusambandið rannsakaði atvikið og fann engar sannanir en Diakhaby er nú í viðtali við spænska miðilinn AS og fullyrðir að Cala hafi beint viðurstyggilegum orðum að honum.

„Ég er ekki hræddur. Ég vil ítreka það sem ég skildi, því ég skildi þetta aðeins of vel. Ég hef verið á Spáni í næstum þrjú ár og skil nánast allt í tungumálinu. Ég skil þessi orð sérstaklega vel því það er ekki erfitt að skilja þau," sagði Diakhaby.

„Ef það finnast engar sannanir í rannsókninni þá er það mitt orð gegn hans orðum. Ég skil það en án sannana þá held ég að honum verði ekki refsað. Það er lógíkin en það kemur í ljós. Ég vona að þeir finni eitthvað og það er verið að vinna ái því að finna þessar sannanir."

„Ég þekki Cala ekki persónulega og því get ég ekki sagt til um það hvort hann sé rasisti eða ekki. Ég þekki hann ekki en hann notaði rasískt orð og það ætti að refsa honum. Ef það verður ekki gert þá getum við aldrei sparkað rasisma úr samfélaginu

„Það er mikið talað um að stöðva þetta en það er ekki mikið gert í því,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner