Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. júní 2021 15:30
Victor Pálsson
Of mikil áhætta að taka Ramos með á EM
Mynd: Getty Images
Það var of áhættusamt fyrir Spán að taka Sergio Ramos með á EM alls staðar í sumar að sögn Luis Garcia.

Garcia er fyrrum landsliðsmaður Spánar en hinn 35 ára gamli Ramos var ekki valinn í lokahóp Spánverja fyrir mótið sem er hafið.

Ákvörðunin kom töluvert á óvart en Ramos hefur þó verið að glíma við meiðsli hér og þar síðustu mánuði.

Garcia skilur ákvörðun Luis Enrique að velja Ramos ekki sem aðrir kannski skilja ekki.

„Með Sergio Ramos þá vorum við með efasemdir því hann var í erfiðleikum undir lok tímabilsins," sagði Garcia.

„Það er rétt að hann hafi verið leiðtogi og fyrirliði landsliðsins í mörg ár og hefur alltaf staðið fyrir sínu þegar þörf var á."

„Ég held að á þessu stigi þá þarftu 120 prósent frá öllum leikmönnum. Með COVID-19 og ferðalagið þá er mikið sem getur gerst. Ef þú kemur ekki inn í mótið í þínu besta standi þá verða alltaf efasemdir."

„Að taka leikmann með sem gæti meiðst í fyrsta leik eða á fyrstu æfingu, það er töluverð áhætta."
Athugasemdir
banner
banner
banner