Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo gekk á dögunum í raðir Barcelona frá RB Leipzig.
Kaupverðið er 55 milljónir evra sem getur hækkað um sjö milljónir til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.
Kaupverðið er 55 milljónir evra sem getur hækkað um sjö milljónir til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.
En Barcelona er í vandræðum þar sem félagið getur ekki skráð hann í hópinn eins og er. Spænska úrvalsdeildin er með ákveðnar fjárhagsreglur og Barcelona, sem hefur glímt við mikil fjáhagsvandræði, þarf líklega að selja leikmenn svo hægt sé að skrá Olmo í hópinn.
Börsungar hefja leik í La Liga gegn Valencia á föstudaginn og er óvíst hvort Olmo geti verið með.
Hann er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá Barcelona en hélt til Króatíu sextán ára gamall og var í sex ár hjá Dinamo Zagreb. Hann hélt svo til RB Leipzig árið 2020 en er nú mættur aftur í uppeldisfélagið.
Olmo var í mikilvægu hlutverki á EM í sumar þegar Spánn varð Evrópumeistari. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á köntunum.
Athugasemdir