Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 12. október 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Juve vill ekki skyndilausn
Þrátt fyrir vonda byrjun á tímabilinu hefur Juventus ákveðið að reka ekki Massimiliano Allegri. La Gazzetta Dello Sport fjallar um ástæðuna fyrir því að Allegri fær traustið.

Juventus tapaði óvænt 2-0 gegn Maccabi Haifa í gær og minnkaði þar með möguleiki liðsins á að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Í ítölsku A-deildinni situr Juve í áttunda sæti.

Fjallað hefur verið um hversu þungt högg fjárhagslega það yrði fyrir Juve að þurfa að reka Allegri en hann gerði fjögurra ára samning í fyrra, að verðmæti 7,5 milljónum evra á ári.

Gazzettan fjallar um að það sé þó ekki eina ástæðan fyrir því að Allegri verður áfram með stjórnartaumana.

Það eru ekki mörg stór nöfn í bransanum laus á miðju tímabili og Juventus vill forðast það að leita skyndilausna. Félagið vill ráða stjóra sem mun líklega leiða liðið til næstu ára. Erfitt sé að fá þann stjóra á miðju tímabili.

Ef gengi Juventus undir stjórn Allegri lagast ekki og félagið telur nauðsynlegt að reka hann þá verður væntanlega ráðinn bráðabirgðastjóri út tímabilið og svo ráðinn stjóri til frambúðar á komandi ári.

Þá er sagt að yfirmenn Juventus telji enn að Allegri geti komið liðinu á beinu brautina. Hann hefur stýrt Juve í samtals yfir tíu ár og þetta er einn helsti lágpunkturinn á þeim tíma.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner
banner