Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool og hollenska landsliðsins, mun ekki spila með landsliðinu gegn Þýskalandi á mánudaginn. Hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í jafntefli gegn Ungverjalandi í gær.
Fyrirliðinn hafði óskað eftir því að vera innan um landsliðshópinn fram yfir leikinn gegn Þýskalandi en Liverpool vildi fá hann heim.
„Ég vildi vera áfram með liðinu og styðja strákana en ég hef ákveðiðað það sé betra að fara heim. Mikið hefur verið rætt um alla þessa leiki sem framundan eru og mikil ferðalög. Þetta er góður tímapunktur til að hvíla sig," sagði Van Dijk.
Það eru hörkuleikir framundan hjá Liverpool en liðið spilar m.a. gegn Chelsea, Arsenal og Man City í Úrvalsdeildinni næsta einn og hálfan mánuðinn. Þá mætir liðið RB Leipzig, Leverkusen og Real Madrid í Meistaradeildinni.