Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 12. nóvember 2022 11:36
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Man City og Brentford: Haaland og Foden byrja
Báðir í byrjunarliðinu.
Báðir í byrjunarliðinu.
Mynd: EPA

Í dag hefst síðasta umferðin í enska boltanum fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst eftir rúma viku.

Fyrsti leikur dagsins er viðureign Manchester City og Brentford en liðin mætast á Etihad vellinum í Manchester klukkan 12:30.


Manchester City er í öðru sæti deildinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Heimamenn mörðu sigur á nýliðum Fulham í síðustu umferð en mark af vítapunktinum hjá Erling Haaland í uppbótartíma tryggði City stigin þrjú.

Brentford gerði 2-2 jafntefli gegn Nottingham Forest um síðustu helgi en liðinu hefur gengið illa á útivöllum í vetur. Liðið er í ellefta sæti deildarinnar en þó aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

Pep Guardiola, stjóri Man City, gerir þrjár breytingar frá sigurleiknum gegn Fulham. Erling Haaland, Phil Foden og Aymeric Laporte koma inn fyrir þá Julian Alvarez, Nathan Ake og Jack Grealish.

Thomas Frank, stjóri Brentford, gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði. Ivan Toney snýr aftur til baka eftir leikbann og þá koma þeir Frank Onyeka og Zanka einnig inn.

Út detta þeir Josh Dasilva, Yoane Wissa and Keane Lewis-Potter.

Manchester City: Ederson, Stones, Cancelo, Gundogan, Haaland, Laporte, Rodri, De Bruyne, Silva, Akanji, Foden.
(Varamenn: Moreno, Dias, Phillips, Grealish, Alvarez, Gomez, Mahrez, Palmer, Lewis.)

Brentford: Raya, Henry, Pinnock, Jensen, Zanka, Onyeka, Mee, Toney, Mbeumo, Janelt, Roerslev.
(Varamenn: Cox, Norgaard, Canos, Dasilva, Wissa, Ghoddos, Lewis-Potter, Crama, Yarmoliuk.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner