Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   lau 12. nóvember 2022 16:57
Aksentije Milisic
England: Ótrúlegur sigur Spurs í sjö marka leik - Nunez með tvennu
Kane skoraði eitt mark í dag.
Kane skoraði eitt mark í dag.
Mynd: EPA
Darwin Nunez setti tvennu.
Darwin Nunez setti tvennu.
Mynd: EPA
Maddison skoraði en meiddist einnig.
Maddison skoraði en meiddist einnig.
Mynd: EPA

Það var svo sannarlega líf og fjör í leikjunum sem voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni en alls voru fimm leikir á dagskrá sem hófust klukkan þrjú.


Á Anfield í Liverpool fengum heimamenn lið Southampton í heimsókn sem var með nýjan stjóra. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Nathan Jones.

Liverpool byrjaði betur og komst yfir með marki frá Roberto Firmino en Che Adams jafnaði metin einungis þremur mínútum síðar. 

Tvö mörk frá Darwin Nunez sáu til þess að Liverpool tæki stigin þrjú en gestirnir voru líflegir og fengu líka sín færi. Alisson Becker átti mjög góðan leik í markinu hjá Liverpool.

Það fór fram ótrúlegur leikur á Tottenham Hotspur leikvangnum þar sem Leeds kom í heimsókn. Leeds náði forystunni í þrígang en þrátt fyrir það náði Tottenham að vinna leikinn.

Tvenna frá Rodrigo Bentacur á tveggja mínútna kafla seint í leiknum tryggði Tottenham sigur. Nafni hans Rodrigo gerði tvennu fyrir Leeds í leiknum.

Bournemouth fór auðveldlega með Everton í annað skiptið á stuttum tíma en leiknum í dag lauk 3-0 fyrir nýliðana. Þá vann Nottingham Forest öflugan sigur á Crystal Palace.

Leicester hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og góða gengi liðsins hélt áfram í dag. James Maddison og Harvey Barnes halda áfram að skora og þeir skoruðu báðir í 0-2 sigri.

Maddison þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla á læri og spurning hvort kappinn nái að fara með Englandi á HM sem hefst í næstu viku.

Bournemouth 3 - 0 Everton
1-0 Marcus Tavernier ('18 )
2-0 Kieffer Moore ('25 )
3-0 Jaidon Anthony ('69 )

Liverpool 3 - 1 Southampton
1-0 Roberto Firmino ('6 )
1-1 Che Adams ('9 )
2-1 Darwin Nunez ('21 )
3-1 Darwin Nunez ('42 )

Nott. Forest 1 - 0 Crystal Palace
0-0 Wilfred Zaha ('41 , Misnotað víti)
1-0 Morgan Gibbs-White ('54 )

Tottenham 4 - 3 Leeds
0-1 Crysencio Summerville ('10 )
1-1 Harry Kane ('25 )
1-2 Rodrigo ('43 )
2-2 Ben Davies ('51 )
2-3 Rodrigo ('76 )
3-3 Rodrigo Bentancur ('81 )
4-3 Rodrigo Bentancur ('83)
Rautt spjald: Tyler Adams (Leeds) ('87)

West Ham 0 - 2 Leicester City
0-1 James Maddison ('8 )
0-1 Youri Tielemans ('42 , Misnotað víti)
0-2 Harvey Barnes ('78 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner