Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   lau 12. nóvember 2022 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þórir Jóhann fékk ekki að spreyta sig í sigri Lecce - Öruggt hjá Bologna
Þórir Jóhann fær ekkert að spila
Þórir Jóhann fær ekkert að spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason er áfram í kuldanum hjá Lecce en liðið vann 2-0 sigur á Sampdoria í Seríu A í dag.

Þórir Jóhann var á bekknum hjá Lecce í dag og fékk ekki mínútu en hann hefur ekki komið við sögu í síðustu fimm leikjum liðsins.

Þá hefur hann aðeins spilað rúmar tuttugu mínútur í síðustu níu leikjum. Lecce vann góðan 2-0 sigur á Sampdoria í dag og ekki hjálpaði það honum að fá mínútur.

Lorenzo Colombo skoraði undir lok fyrri hálfleiks og þá gerði Lameck Banda annað markið sjö mínútum fyrir leikslok. Lecce er í 15. sæti með 15 stig og hefur þá unnið síðustu tvo leiki. Sampdoria er í 19. sæti með 6 stig.

Bologna vann öruggan 3-0 sigur á Sassuolo. Michel Aebischer gerði eina mark fyrri hálfleiksins. John Lucumi átti fyrirgjöf frá vinstri inn í teiginn og náði Aebischer að stýra boltanum í fjærhornið.

Marko Arnautovic bætti við öðru á 50. mínútu. Leikmenn Bologna hreinsuðu boltann fram og var það Arnautovic sem skallaði hann niður á Roberto Soriano áður en hann undirbjó hlaupið. Soriano lagði hann inn fyrir á austurríska framherjann, sem tók eina snertingu framhjá markverðinum og lagði boltann í netið.

Skoski miðjumaðurinn Lewis Ferguson skoraði svo þriðja og síðasta markið tólf mínútum fyrir leikslok með stórglæsilegu skoti við vítateigslínuna og í hægra hornið.

Bologna er í 11. sæti með 19 stig en Sassuolo í 14. sæti með 16 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bologna 3 - 0 Sassuolo
1-0 Michel Aebischer ('30 )
2-0 Marko Arnautovic ('50 )
3-0 Lewis Ferguson ('78 )

Sampdoria 0 - 2 Lecce
0-1 Lorenzo Colombo ('45 )
0-2 Lameck Banda ('83 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir