Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael nælir í Unnar Ara og Arek (Staðfest)
Unnar Ari
Unnar Ari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFA hefur fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi átök í 2. deild því Unnar Ari Hansson hefur fengið félagaskipti frá Þrótti Vogum.

Þróttarar tilkynntu í lok desember að Unnar Ari væri á förum eftir tvö tímabil hjá félaginu og færi í nýtt starf sem staðsett væri á landsbyggðinni. Unnar er 25 ára miðjumaður.

Unnar fór frá Leikni Fáskrúðsfirði, þar sem hann er uppalinn, í Vogana fyrir tímabilið 2021 og er nú mættur aftur austur. Síðasta sumar lék hann átján leiki þegar Þróttur féll úr Lengjudeildinni. Alls hefur Unnar leikið 129 leiki í deild og bikar á ferlinum og skorað sjö mörk.

Þá er Arkadiusz Jan Grzelak mættur aftur austur eftir eitt ár hjá Magna. Arek, eins og hann er oftast kallaður, getur spilað bæði sem varnar- og miðjumaður. Hann hafði allan sinn feril leikið með Leikni Fáskrúðsfirði áður en hann hélt til Grenivíkur.

Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin tók við sem þjálfari KFA í vetur, er mættur aftur í þjálfun eftir að hafa þjálfað Njarðvík sumarið 2020. KFA varð til úr sameingingu Fjarðabyggðar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar síðasta vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner