Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 13. maí 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg býst við því að City klári titilinn: Hef verið mjög hrifinn af Arsenal
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson tók viðtal á Síminn Sport við Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmann Íslands og leikmann Burnley.

Enska úrvalsdeildin klárast með lokaumferð á sunnudag og var Jóhann spurður út í baráttu Arsenal og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

„Ég er búinn að vera mjög hrifinn af Arsenal, þeir hafa verið frábærir og þroskast mikið frá því í fyrra. Þeir eru mjög þéttir og eina spurning var hver ætti að skora mörkin, svo kemur Kai Havertz og hefur verið duglegur við það undanfarið," segir Jóhann sem spáir þó City titlinum.

„Ég held að City séu of sterkir. Ég sé þá ekki tapa fleiri leikjum. Ég held að þeir klári þetta. Arsenal á samt hrós skilið fyrir að vera þarna uppi annað árið í röð."

„City hefurverið í þessari stöðu í þessu áður. Það var svekkjandi fyrir þá að hafa dottið út gegn Real Madrid í Meistaradeildinni, þar sem þeir voru klárlega betri aðilinn yfir leikina tvo. Svo eiga þeir Man United í úrslitum FA-bikarsins og ég held að það endi bara á einn hátt."

„Það er ótrúlegt hvað þjálfarinn nær að halda þeim hungruðum ár eftir ár og ég sé þá taka tvöfalt í ár. Þetta er ótrúleg vél sem Pep hefur búið til þarna og maður hefur spilað gegn þeim, það er ekki skemmtilegt."

Arsenal er með eins stigs forystu á Manchester City sem á tvo leiki eftir á meðan Arsenal á einn. City heimsækir Tottenham á morgun og leikur svo gegn West Ham á heimavelli í lokaumferðinni á sunnudag. Arsenal leikur gegn Everton á heimavelli á sama tíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner