Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn með skýr skilaboð: Frank, spilaðu 4-3-3
Frank de Boer.
Frank de Boer.
Mynd: EPA
Holland hefur í dag leik á Evrópumótinu þegar þeir mæta Úkraínu í Amsterdam.

Hollendingar eru mættir aftur á stórmót í fótbolta eftir að hafa misst af EM 2016 og HM 2018. Það er hins vegar ekki mikil jákvæðni í kringum liðið, það virðist ekki vera alla vega.

Ronald Koeman kom Hollandi á EM en hann hætti með landsliðið til að taka við Barcelona. Frank de Boer tók við liðinu en hann virðist ekki vita sitt besta lið eða sitt besta leikkerfi. Besti leikmaður liðsins, Virgil van Dijk, er meiddur og það setur auðvitað strik í reikninginn. Holland er með fínt lið en þeir eru ekki líklegir til afreka.

Frank de Boer ætlar sér að spila 3-5-2 en stuðningsmenn liðsins eru ekki ánægðir með það.

Einhverjir stuðningsmenn ákváðu að fljúga yfir æfingasvæði Holland með skýr skilaboð. „Frank, spilaðu 4-3-3," stóð á borða sem var í eftirdragi með flugvélinni.

De Boer virðist ætla að halda sig við 3-5-2, en það hefur ekki virkað vel hingað til.


Athugasemdir
banner
banner