Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. september 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norðmenn ráða konu til að uppfylla kröfur UEFA
Lena Tyriberget.
Lena Tyriberget.
Mynd: Getty Images
Lena Tyriberget hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari norska kvennalandsliðið. Hún verður aðstoðarþjálfari Anders Jacobson sem er aðalþjálfari landsliðsins.

Í reglum UEFA eru gerðar kröfur um það að í undankeppninni fyrir HM verði að vera kvenkyns þjálfari í þjálfarateymi liðanna, aðal- eða aðstoðarþjálfari.

Fótbolti.net heyrði í Þorsteini Halldórssyni og spurði út í stöðu þessara mála hjá íslenska kvennalandsliðinu.

„Það er kona í þjálfarateyminu, partur af aðstoðarþjálfarateyminu. Hún er styrktarþjálfari." sagði Þorsteinn.

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari kvennalandsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner