Harry Kane þurfti engan aðlögunartíma þegar hann gekk til liðs við Bayern frá Tottenham síðasta sumar.
Hann skoraði þrennu í tveimur fyrstu leikjum sínum í þýsku deildinni en hann lauk tímabilinu með 36 mörk í 32 leikjum. Það dugði þó ekki til að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum þar sem Leverkusen átti stórkostlegt tímabil.
Hann hefur verið duglegur að sanka að sér metum en hann er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og enska landsliðsins.
Hann getur bætt enn einu metinu í safnið um helgina en hann getur orðið sá fljótasti til að koma að 50 mörkum í þýsku deildinni. Hann hefur komið að 47 mörkum (mörk og stoðsendingar) hingað til en hann getur bætt met Erling Haaland ef hann kemur að þremur mörkum gegn Holstein Kiel á morgun.
Athugasemdir