Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. október 2019 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Cech valinn maður leiksins í fyrsta íshokkíleiknum
Petr Cech var markvörður Guildford Phoenix í kvöld
Petr Cech var markvörður Guildford Phoenix í kvöld
Mynd: Getty Images
Petr Cech, fyrrum markvörður Arsenal og Chelsea, var valinn maður leiksins er Guildford Phoenix vann Swindon Wldcats í ensku B-deildinni í íshokkí í kvöld.

Tékkneski markvörðurinn lagði hanskana á hilluna eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar en hann stóð í búrinu er Arsenal tapaði fyrir Chelsea.

Hann vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og vann þá FA-bikarinn fimm sinnum.

Cech hefur lengi vel haft mikinn áhuga á íshokkí og samdi hann við Guldford Phoenix á dögunum en liðið leikur í næst efstu deild á Englandi.

Hann er markvörður Phoenix en hann var valinn maður leiksins í fyrsta leik. Staðan var 2-2 í leiknum sem þurfti að framlengja og síðan tók vítakeppnin við. Þar varði Cech tvö víti og tryggði sínu liði sigurinn.

Hér fyrir neðan má sjá þegar hann tryggir liðinu sigurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner