Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   fös 13. desember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Inter og Lazio eiga erfiða útileiki
Ítalska fótboltahelgin byrjar á morgun þegar Brescia mætir Lecce í nýliðaslag. Napoli spilar svo sinn fyrsta leik undir stjórn Gennaro Gattuso og verður sú viðureign sýnd beint á Stöð 2 Sport 3.

Það verður áhugavert að sjá hvernig Napoli gengur í sínum fyrsta leik án Carlo Ancelotti. Gattuso hefur verið ráðinn til að stappa stálinu í leikmenn en Aurelio De Laurentiis eigandi Napoli taldi Ancelotti vera of linan.

Laugardagskvöldinu lýkur á einum af frægari nágrannaslögum Ítalíu. Þar tekur Genoa á móti Sampdoria á Luigi Ferraris leikvanginum í Genúa. Bæði lið hafa farið illa af stað í haust og eru í fallbaráttu.

Sunnudagurinn hefst fyrir hádegi þegar Verona tekur á móti Torino. Nágrannarnir og Ítalíumeistararnir margföldu í Juventus eiga svo heimaleik við fallbaráttulið Udinese. Juve þarf sigur eftir tap gegn Lazio og jafntefli við Sassuolo í síðustu umferðum. Meistararnir eru í öðru sæti, tveimur stigum eftir Inter.

Milan tekur þá á móti Sassuolo á meðan Bologna og Atalanta eigast við. Roma fær SPAL í heimsókn í beinni útsendingu áður en Fiorentina tekur á móti Inter í lokaleik dagsins.

Síðasti leikur helgarinnar fer svo fram á mánudagskvöldið. Þar á Cagliari heimaleik við Lazio en aðeins fjögur stig skilja liðin að í Meistaradeildarbaráttunni. Cagliari hefur reynst spútnik lið fyrri hluta tímabilsins á Ítalíu og er Lazio aðeins fimm stigum frá toppliði Inter eftir sigur gegn Juve í síðustu umferð.

Laugardagur:
14:00 Brescia - Lecce
17:00 Napoli - Parma (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Genoa - Sampdoria (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
11:30 Verona - Torino
14:00 Juventus - Udinese (Stöð 2 Sport)
14:00 Milan - Sassuolo
14:00 Bologna - Atalanta
17:00 Roma - SPAL (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Fiorentina - Inter

Mánudagur:
19:45 Cagliari - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 29 24 +5 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
13 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
14 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 31 -8 17
18 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner