þri 14. janúar 2020 17:26
Elvar Geir Magnússon
Atli Guðna gerir nýjan samning við FH (Staðfest)
Atli fagnar marki.
Atli fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Atli Guðnason skrifaði í dag undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið 2020.

Hann hefur spilað 361 leik fyrir FH og skorað í þeim 91 mark.

Atli er 35 ára og hefur verið lykilmaður hjá Fimleikafélaginu í áraraðir og fagnað fjölda titla. Hann var valinn í úrvalslið áratugarins í íslenska fótboltanum.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði í viðtali við Fótbolta.net í vetur að Atli yrði líklega áfram.

„Atli Guðnason var á mjög flottu róli í sumar. Atli er ævintýralega klókur leikmaður. Þegar þú sérð hann spila þá er hann ekki alltaf inn í leikjunum en mörk sem hann skorar, sendingar sem hann á og hvernig hann les leikinn. Hann er með fótbolta IQ á við það besta sem maður hefur séð."

„Það er unun að vinna með honum. Það fer ekki mikið fyrir honum en það má fara miklu meira fyrir honum. Hann hefur kannski liðið fyrir það að hann heldur sig til baka. Hann er frábær fótboltamaður og skemmtilegur karakter."
Athugasemdir
banner
banner