banner
   fim 13. janúar 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði viljað halda Amöndu - Spennt að sjá hana undir stjórn Betu
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þær Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru liðsfélagar hjá Vålerenga tímabilið 2021. Amanda söðlaði um eftir síðasta tímabil og samdi við Kristianstad í Svíþjóð.

Þar hittir Amanda fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur sem er þjálfari liðsins. Amanda fékk nokkur tækifæri með liði Vålerenga og stóð sig vel á liðinni leiktíð. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki. Ingibjörg var til viðtals á dögunum hér á Fótbolta.net og var spurð út í Amöndu.

Fyrsti hluti viðtalsins:
Var í raun betri en þegar hún var valin best - Framlengdi með EM í huga

Var alltaf að æfa sig aukalega
Hvernig var að sjá hana á þessu tímabili? Sástu að hún var að bæta sig hratt og mikið?

„Það var mjög gaman að fylgjast með henni. Það var svolítið upp og niður hjá henni hvað varðar spilatíma. Það er auðvitað erfitt fyrir alla sem eru sautján ára og bæði með mikið keppniskap og mikinn vilja. Það sýnir hvað hún vill mikið vera ein af þeim bestu og vill mikið verða betri og bæta sig."

„Hún var alltaf að æfa sig aukalega og gera sitt besta. Ég er mjög spennt að sjá hvað hún gerir hjá Kristianstad og ég held að hún eigi eftir að læra mikið af Betu."


Kritianstad eina liðið sem Ingibjörg hefði viljað sjá Amöndu fara í
Ánægð með það skref hjá henni að fara til Kristianstad?

„Auðvitað vildi ég halda henni í Vålerenga, ég held að hún hefði verið í stærra hlutverki hjá okkur á komandi tímabili. Hún er ennþá mjög ung og það er mikil keppni um stöðuna sem hún er að spila, það er svolítið erfitt."

„Ég held að ef það er eitthvað lið sem ég væri til í að sjá hana í, fyrir utan Vålerenga, þá væri það Kristianstad. Ég hef bara rosalega trú á henni þar."


Hefur nýtt tækifærin vel
Hvernig fannst þér hún koma inn í landsliðshópinn?

„Af miklum krafti, kemur vel inn og er að nýta tækifærin vel. Hún er að sýna að hún getur alveg tekið þátt í landsliðsverkefnum," sagði Ingibjörg.

Þetta var annar hluti af þremur af viðtalinu við Ingibjörgu.

Fyrsti hluti viðtalsins:
Var í raun betri en þegar hún var valin best - Framlengdi með EM í huga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner