Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pioli segir fjárhagsbilið milli deilda orðið of mikið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, telur fjárhagsbilið á milli ensku úrvalsdeildarinnar og annarra deilda í Evrópu vera orðið alltof mikið.


Ítalíumeistarar Milan gerðu vel að slá Tottenham úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. Pioli gerir sér þó fullkomna grein fyrir því að Tottenham mun fá margfalt meiri pening til að nota í leikmannakaup og launagreiðslur vegna sjónvarpstekna ensku úrvalsdeildarinnar.

Ensk úrvalsdeildarfélög keyptu leikmenn fyrir 815 milljónir punda í janúarglugganum, sem er næstum því fjórum sinnum meira heldur en næstu fjórar stóru deildir evrópska boltans eyddu samanlagt í nýja leikmenn. Spænska, ítalska, þýska og franska deildin keyptu nýja leikmenn fyrir 225 milljónir punda í janúar.

„Það er enginn samanburður þegar við skoðum fjárhagsmálin, við getum ekki verið samkeppnishæfir til lengdar. Munurinn er orðinn alltof mikill," segir Pioli.

Til gamans má geta að Chelsea notaði 288 milljónir til leikmannakaupa í janúar.

Stórlið úr öðrum deildum Evrópu vilja finna leiðir til að jafna út þennan gífurlega efnahagslega mismun sem er að aukast á milli landa.


Athugasemdir
banner