Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. apríl 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ég er hreinn og beinn og nenni ekki einhverju bulli"
Í leik gegn ÍBV í febrúar
Í leik gegn ÍBV í febrúar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gústi Gylfa
Gústi Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðjón Pétur Lýðsson var í tvö ár á mála hjá Breiðabliki. Tímabilið 2019 var mjög gott hjá honum og félaginu, liðið endaði í 2. sæti deildarinnar og Guðjón fékk tilnefningu í lið ársins.

Í fyrra var Gaui lánaður til Stjörnunnar og í vetur sá hann að hann yrði ekki í stóru hlutverki í liði Óskars Hrafns Þorvaldssonar í sumar. Þetta er annar hluti af viðtalinu við Guðjón og hér verða birt svör við spurningum sem tengjast Breiðabliki.

Fyrsti hluti, um ÍBV:
Guðjón Pétur: Fannst þetta langmest spennandi verkefnið

„Þetta er í fjórða skiptið sem þeir hafa gert atlögu að mér. Ég var kominn á slæman stað hjá Breiðablik, var ekki inni í myndinni þar og sá ekki fram á að vera í nógu stóru hlutverki og í rauninni gáfu þeir mér tækifæri á að fara inn í nýtt umhverfi til að sanna mig upp á nýtt."

„Ég óska Blikum góðs gengis í sumar og vona að þeir nái að gera það sem ég ætlaði mér að gera, að ná í þennan stóra titil og þeir eru með best mannaða liðið í deildinni og vonandi ná þeir þeim markmiðum."

„Það hefði verið gaman að taka þátt í því en ég met það á þann veg að það sé skemmtilegra á mínum aldri að láta til sín taka inn á vellinum. Ég tel mig hafa mikið fram að færa og þannig verður það. Vonandi gengur Blikum sem allra best,"
sagði Guðjón í fyrsta hluta viðtalsins.

Betra að leiðir skilji
Var erfitt að fá leyfi frá Breiðabliki til að fá að fara á þessum tímapunkti?

„Nei, það var það ekki. Ég kom til félagsins á ákveðnum forsendum, það voru gerðar væntingar til mín þegar ég kom og það gekk vel á fyrsta árinu. Ég tók þetta skref (til Breiðabliks 2019) í rauninni með það að leiðarljósi að hjálpa til við að Breiðablik yrði Íslandsmeistari. Þegar það var ekki að virka, bæði fyrir mig og klúbbinn, þá er betra að það skilji leiðir," sagði Guðjón.

„Ég var samningsbundinn og gaf mér eins mikið tækifæri á að sanna mig fyrir þjálfaranum og hægt var. Nú er komið að því að mótið er að byrja og ég sá ekki fram á að vera í stóru hlutverki hjá Breiðabliki. Því fór ég að skoða í kringum mig.“

Upplifunin að það hafi verið upphafið að endalokunum
Varstu svekktur að fá ekki tækifæri á því að vera inn í myndinni hjá Breiðabliki?

„Já, auðvitað er ég svekktur með það. Það er ýmislegt sem hefur gerst sem kannski orsakar það en ég ætla mér ekki að fara í það. Ég er hreinn og beinn og nenni ekki einhverju bulli. Ég segi kannski hlutina hreint út og mönnum mislíkar það kannski. Það er upplifunin mín að það hafi verið upphafið að endalokunum hjá Breiðabliki.“

Frábær tími með Gústa
Það hefur ekki komið til greina að vera í einhverju aukahlutverki hjá Breiðabliki?

„Nei, í mínum huga er það þannig að ég tel mig hafa nóg fram að færa. Með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur, það var frábær tími með Gústa. Við enduðum í 2. sæti og ég fékk tilnefningu í lið ársins, það gekk bara ótrúlega vel. Svo kom nýr þjálfari og öðruvísi áherslur."

„Hann metur það sem svo að ég eigi ekki að vera í byrjunarliði. Ég gerði allt til að fá tækifæri á að spila og sýna mig en því miður gekk það ekki alveg upp. Það er bara þannig, menn hafa misjafnar skoðanir í fótbolta og það þýðir ekkert að pæla of mikið í þessu. Maður gerir sitt besta og ef einhverjum einum líst ekki nógu vel á mann þá getur maður skoðað annað. Ég ákvað að gera það.“


Auðvitað var það á vissann hátt skrítið
Fannst þér skrítið eftir tímabilið 2019 að Gústi hafi verið látinn fara frá Breiðabliki?

„Ég hef alveg mínar skoðanir á því og auðvitað var það á vissann hátt skrítið. Liðið var í öðru sæti í deildinni, náði því tvö ár í röð og búið að selja fullt af leikmönnum út og liðið kannski á fínum stað."

„En það er alltaf einhverjir hlutir hjá öllum þjálfurum sem eru ekki alveg 100%. Gústi náði því besta út úr sínum mönnum og árangurinn kannski talaði bara sínu máli fyrir hann,“
sagði Guðjón Pétur.

Fyrsti hluti, um ÍBV:
Guðjón Pétur: Fannst þetta langmest spennandi verkefnið
Athugasemdir
banner
banner
banner