Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Neville: Aðeins einn frá Man Utd kæmist í liðið hjá Tottenham
Gary Neville er ekki hrifinn af leikmannahópi Manchester United.
Gary Neville er ekki hrifinn af leikmannahópi Manchester United.
Mynd: EPA
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, fullyrðir að Bruno Fernandes væri eini leikmaður United sem myndi komast í byrjunarlið Tottenham.

Neville telur að Tottenham hafi yfirburði í leikmannahópi sínum yfir United en liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku.

Liðin sitja í 16. og 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en geta tryggt sér Meistaradeildarsæti með sigri í Evrópudeildinni.

„Ég hef vonda tilfinningu fyrir leiknum í næstu viku. Þegar ég skoða liðin og sé Dejan Kulusevski, Son Heung Min, Brennan Johnson, Dominic Solanke, James Maddison ef hann væri væri leikfær, Yves Bissouma og Pape Matar Sarr, Cristian Romero og Micky Van de Ven, Pedro Porro og Destiny Udogie. Þegar maður ber þetta saman við United þá kæmist bara Bruno í byrjunarlið Spurs," segir Neville í The Overlap.

„Ég myndi velja Tottenham leikmann í allar aðrar stöður. Markvörðurinn er 50/50 því ég er ekki hrifinn af Guglielmo Vicario og ekki aðdáandi Andre Onana."
Athugasemdir