Mögnuðum fótboltaleik var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni þar sem Manchester United og Bournemouth skildu jöfn, 4-4.
Staðan var 1-1 undir lok fyrri hálfleiks þegar hitnaði í kolunum á milli Antoine Semenyo og Diogo Dalot. Semenyo, sem var nýlega búinn að skora jöfnunarmark Bournemouth, var ósáttur með framgöngu Diogo Dalot á vellinum og óð upp að honum.
Þegar Semenyo var kominn í návígi við Dalot lagði hann hendi um háls Portúgalans en þeim var stíað samstundis í sundur.
Stuðningsmenn Man Utd vildu sjá Semenyo fá rautt spjald fyrir viðbrögðin sín en þess í stað fengu Semenyo og Dalot sitthvort gula spjaldið.
43' - Antoine Semenyo hands on neck of Diogo Dalot - yellow card given
byu/ChiefLeef22 insoccer
Athugasemdir


