Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson hefur ákveðið að láta staðar numið í boltanum og skórnir eru farnir upp í hillu. Hann tilkynnir þetta á Instagram síðu sinni.
„Kominn tími á að kalla þetta gott eftir fimmtán tímabil. Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum!" skrifaði Ásgeir á Instagram og hefur fengið hlýjar kveðjur frá liðsfélögum, núverandi og fyrrverandi.
Ásgeir er 32 ára og hefur lengi verið lykilmaður hjá Árbæingum. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild 2011. Hann lék allan sinn feril með uppeldisfélaginu en hér að neðan má sjá myndir frá ferlinum.
Fylkir er í Lengjudeildinni en Heimir Guðjónsson tók við liðinu eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir



