Roma 1 - 0 Como
1-0 Wesley Franca ('61)
1-0 Wesley Franca ('61)
AS Roma tók á móti Como í eina leik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans og voru heimamenn sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.
Þeir sköpuðu sér fín færi í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að taka forystuna svo staðan var markalaus í leikhlé.
Leikurinn var talsvert jafnari í síðari hálfleik og mjög lítið um færi, en Rómverjum tókst að nýta hálffæri þegar boltinn barst til hægri bakvarðarins Wesley Franca. Wesley gerði mjög vel að skjóta honum fast og lágt í fjærhornið til að taka forystuna.
Lærlingar Gian Piero Gasperini vörðust vel og héldu forystunni til leiksloka, niðurstaðan 1-0 sigur.
Roma fer því aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð, en liðið er í fjórða sæti Serie A með 30 stig eftir 15 umferðir. Þremur stigum á eftir toppliði Inter.
Como er í sjöunda sæti með 24 stig.
Athugasemdir



