Maresca vann HM með Chelsea síðasta sumar en þjálfarastarfið gæti verið í hættu eftir ummæli hans í fjölmiðlum.
Það fer einn leikur fram í enska deildabikarnum í kvöld þegar Chelsea heimsækir Cardiff City til Wales.
Liðin eigast við í 8-liða úrslitum bikarsins, þar sem Cardiff er eina liðið úr neðri deildum sem er ennþá eftir í keppninni.
Cardiff trónir á toppi ensku League One deildarinnar, sem er þriðja efsta deild þar í landi. Liðið er um 40 sætum neðar heldur en meistaradeildarbaráttulið Chelsea á heildarstöðutöflunni á Englandi.
Búist er við sigri Chelsea en það virðist ekki ríkja sérlega gott ástand hjá stjórnendum stórveldisins eftir að Enzo Maresca tjáði sig í fjölmiðlum eftir sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Leikur kvöldsins
20:00 Cardiff City - Chelsea
Athugasemdir



