Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
banner
   mán 15. desember 2025 22:46
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Auðvelt fyrir Derby í Sheffield
Sheffield hefur ekki unnið einn einasta heimaleik á Hillsborough leikvanginum það sem af er deildartímabils.
Sheffield hefur ekki unnið einn einasta heimaleik á Hillsborough leikvanginum það sem af er deildartímabils.
Mynd: EPA
Sheffield Wed 0 - 3 Derby County
0-1 Patrick Agyemang ('32 )
0-2 Liam Thompson ('57 )
0-3 Patrick Agyemang ('62 )

Derby County heimsótti botnlið Sheffield Wednesday í eina leik kvöldsins í ensku Championship deildinni.

Sheffield sá ekki til sólar á eigin heimavelli og lenti undir eftir um hálftíma þegar Patrick Agyemang skoraði fyrsta mark leiksins.

Staðan var 0-1 í leikhlé og innsigluðu gestirnir sigurinn í síðari hálfleik. Liam Thompson tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu, skömmu áður en Agyemang innsiglaði sigurinn með öðru marki sínu.

Lokatölur 0-3 og er Derby með 30 stig eftir 21 umferð, fjórum stigum frá umspilssæti.

Sheffield situr á botni deildarinnar með níu stig í mínus eftir að hafa fengið í heildina 18 mínusstig í refsingu fyrir brot sín á reglum deildarinnar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Derby County 21 8 6 7 30 29 +1 30
13 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
14 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
15 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
16 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 20 1 6 13 15 40 -25 -9
Athugasemdir
banner
banner