Danski framherjinn Tobias Thomsen er búinn að kveðja Breiðablik þar sem hann ætlar að halda aftur heim til Danmerkur.
Tobias er að ganga aftur til liðs við uppeldisfélag sitt HB Köge, sem er í fallbaráttu í næstefstu deild danska boltans.
Tobias er 33 ára gamall og skoraði 13 mörk í 28 KSÍ-leikjum með Blikum á þessu ári, en hann lék áður með KR og Val í íslenska boltanum auk Hvidovre í Danmörku og Torreense í Portúgal.
Tobias verður líklega með í leikmannahópi Blika fyrir lokaleikinn í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudaginn, gegn toppliði Strasbourg. Breiðablik þarf á afar ólíklegum sigri að halda í Frakklandi til að halda áfram í Sambandsdeildinni eftir áramót.
Athugasemdir

