Man Utd 4 - 4 Bournemouth
1-0 Amad Diallo ('13 )
1-1 Antoine Semenyo ('40 )
2-1 Casemiro ('45+4 )
2-2 Evanilson ('46 )
2-3 Marcus Tavernier ('52 )
3-3 Bruno Fernandes ('77 )
4-3 Matheus Cunha ('79 )
4-4 Eli Kroupi ('84 )
1-0 Amad Diallo ('13 )
1-1 Antoine Semenyo ('40 )
2-1 Casemiro ('45+4 )
2-2 Evanilson ('46 )
2-3 Marcus Tavernier ('52 )
3-3 Bruno Fernandes ('77 )
4-3 Matheus Cunha ('79 )
4-4 Eli Kroupi ('84 )
Ótrúlegum fótboltaleik var að ljúka á Old Trafford þar sem Manchester United tók á móti Bournemouth í einum allra skemmtilegasta leik tímabilsins til þessa.
Heimamenn byrjuðu talsvert betur í Manchester og náðu forystunni strax á þrettándu mínútu þegar Amad Diallo potaði boltanum innfyrir línuna með skalla eftir að Djordje Petrovic varði boltann í jörðina.
Rauðu djöflarnir fengu færi til að tvöfalda forystuna en tókst ekki. Í staðinn refsaði Antoine Semenyo með jöfnunarmarki á 40. mínútu eftir klaufagang í vörn heimamanna.
Casemiro náði þó að endurheimta f orystuna með marki eftir hornspyrnu seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Petrovic átti eflaust að gera betur á milli stanganna.
Seinni hálfleikurinn fór af stað og tók það gestina innan við mínútu að jafna metin með marki frá Evanilson eftir eifnalda sendingu frá Marcus Tavernier. Mikill sofandaháttur á vörn United og skömmu síðar tók Tavernier sjálfur forystuna með marki beint úr aukaspyrnu. Hann spyrnti fast og lágt í markmannshornið, þar sem Senne Lammens var búinn að taka skref í hina áttina og var alltof lengi að átta sig á ferðalagi boltans.
Leikurinn róaðist aðeins niður en þó ekki lengi. Bruno Fernandes fyrirliði Man Utd skoraði glæsimark beint úr aukaspyrnu á 77. mínútu til að jafna leikinn enn eina ferðina, skömmu áður en Matheus Cunha tók forystuna.
Staðan var þá orðin 4-3 fyrir heimamenn en það liðu ekki fimm mínútur áður en næsta mark leit dagsins ljós. Þar var Eli Kroupi Jr. á ferðinni og leikurinn aftur orðinn jafn.
Bournemouth var sterkari aðilinn á lokamínútunum og fékk tvö gullin færi til að stela sigrinum sem fóru forgörðum. Lokatölur 4-4 eftir ótrúlegan fótbolta.
Man Utd sýndi magnaða sóknartilburði en varnarleikur liðsins var herfilegur. Bournemouth nýtti færin sín mjög vel þar til á lokamínútunum.
United er með 26 stig eftir 16 umferðir, fimm stigum meira heldur en Bournemouth.
Athugasemdir



