Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Barca og Bayern: Griezmann á bekknum
Lewandowski hefur verið funheitur á tímabilinu.
Lewandowski hefur verið funheitur á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Barcelona og FC Bayern mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sigurliðið mætir annað hvort Manchester City eða Lyon í undanúrslitum.

Hér er um sannkallaðan risaslag að ræða og eru byrjunarliðin orðin klár. Quique Setien tekur áhættu með byrjunarlið Börsunga þar sem Antoine Griezmann, Ivan Rakitic og Ousmane Dembele byrja allir á bekknum.

Luis Suarez leiðir sóknarlínuna ásamt Lionel Messi og verður Arturo Vidal fyrir aftan þessa heimsklassa framherja.

Bayern teflir fram hefðbundnu byrjunarliði þar sem ekkert pláss er þó fyrir menn á borð við Niklas Süle, Corentin Tolisso og Philippe Coutinho.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessa viðureign. Barcelona hafði betur þegar liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2015 en Bayern rúllaði yfir Barca tveimur árum fyrr, einnig í undanúrslitum.

Barcelona: Ter Stegen, Semedo, Pique, Lenglet, Alba, Roberto, Busquets, De Jong, Vidal, Messi, Suarez
Varamenn: Neto, Junior, Fati, Rakitic, Dembele, Griezmann, Puig, Crag, Araújo, Monchu, Mingueza, Konrad, Reis, Jandro.

FC Bayern: Neuer, Kimmich, Boateng, Alaba, Davies, Goretzka, Thiago, Muller, Gnabry, Perisic, Lewandowski
Varamenn: Ulreich, Hoffman, Odriozola, Sule, Martinez, Coutinho, Cuisance, Hernandez, Tolisso, Coman, Zirkzee, Musiala
Athugasemdir
banner
banner
banner