Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. ágúst 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pep vill halda Bernardo en veit ekki hvað gerist
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City vill alls ekki missa Bernardo Silva frá sér en það þykir nokkuð augljóst að miðjumaðurinn er spenntur fyrir því að skipta yfir til Barcelona.


Bernardo er afar hæfileikaríkur og fjölhæfur miðjumaður sem hefur spilað yfir 250 leiki á fimm árum í Manchester. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið og ætla Englandsmeistararnir ekki að selja hann ódýrt frá sér.

„Ég vil halda Bernardo hérna hjá City alveg 100%. Hann er einstakur leikmaður," sagði Guardiola.

„Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en hann veit hversu miklar mætur við höfum á honum. Hann veit að við elskum hann.

„Þrátt fyrir það veit ég ekki hvað mun gerast."

Börsungar eru í fjárhagsörðugleikum og litlar sem engar líkur á að félagið geti borgað þann pening sem City vill fá fyrir Bernardo.

Sjá einnig:
Bernardo Silva útilokar ekki félagsskipti


Athugasemdir
banner
banner
banner