Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. október 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evra og Vidic töluðu ekki saman í þrjá mánuði
Evra og Vidic í baráttunni við Emmanuel Adebayor
Evra og Vidic í baráttunni við Emmanuel Adebayor
Mynd: Getty Images
Patrice Evra fyrrum varnarmaður Manchester United tjáði sig á dögunum um riflildi milli hans og Nemanja Vidic sem stóð yfir í þrjá mánuði.

Þeir töluðu ekki stakt orð við hvorn annan á þessum tíma og það varð til þess að Sir Alex Ferguson stjóri félagsins á þeim tíma þurfti að gera taktískar breytingar.

Þeir spiluðu hlið við hlið vinstra megin í vörninni en Sir Alex þurfti að færa Rio Ferdinand við hliðina á Evra svo menn gætu haft almennileg samskipti inná vellinum.

„Eftir þrjá mánuði kom Vidic til mín eftir leik og gaf mér fimmu. Allir voru bara 'loksins' af því við vorum bestu vinir. Við áttum sögu saman," sagði Evra.

Evra og Vidic komu báðir til United í janúar 2006 og náðu mjög vel saman. Evra sagði frá því að þeir hafi spilað fyrir varaliðið og verið teknir útaf í hálfleik. Þá hefðu þeir báðir íhugað að yfirgefa félagið, ekki tilbúnir í stórlið United.
Athugasemdir
banner