Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. nóvember 2022 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fjölskylduboðin voru þung - „Pabbi orðinn meiri KA maður en Þórsari"
Þorri Mar
Þorri Mar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Þorri Mar Þórisson leikmaður KA var til viðtals hjá Fótbolta.net á dögunum.


Þar var farið yfir sumarið, u21 árs landsliðið, Nökkva Þey, tvíburabróður hans og margt fleira.

Í lok viðtalsins var hann spurður út í ákvörðunina að fara til KA frá Dalvík/Reyni en tvíburabræðurnir gengu til liðs við KA árið 2019. Pabbi þeirra, Þórir Áskelsson er uppalinn Þórsari en hann lék með félaginu í 12 ár.

„Það voru örugglega einhverjar svefnlausar nætur. Þetta var erfitt, það voru þung fjölskylduboð. Þetta var erfitt fyrir hann, við stríðum honum, hann er meiri KA maður en Þórsari núna, ég veit ekki hversu marga Þórs leiki hann hefur farið á núna. Hann verður brjálaður þegar hann sér þetta," sagði Þorri og hló þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hafi verið hjá pabbanum þegar bræðurnir fóru í gult og blátt.

„Hann sættir sig held ég aldrei við þetta en þetta virtist samt vera lukkuspor fyrir okkur og þá getur hann ekki annað en verið sáttur," sagði Þorri að lokum.


Fékk gott spark í rassinn á lærdómsríku tímabili - „Ótrúlega góð viðurkenning"
Athugasemdir
banner
banner
banner