Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. janúar 2019 12:00
Arnar Helgi Magnússon
Guðni og Geir heimsóttu Gróttu
Guðni Bergsson er sitjandi formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er sitjandi formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kosningarbarátta Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar er hafin en þeir eru farnir að taka hús á aðildarfélögum og ræða málin.

Þeir bjóða sig báðir fram til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins þann 9. febrúar nk.

Í gærkvöldi kíktu frambjóðendurnir í kaffi á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesi sem er heimavöllur Gróttu.

„Formaður og heiðursformaður KSÍ kíktu við í kaffibolla á Vivaldivöllinn í kvöld og fóru yfir málin með stjórn knattspyrnudeildar Gróttu," segir í Facebook færslu Gróttu.

Búast má við því að fjör eigi eftir að færast í kosningarbaráttuna eftir því sem að á líður en Ragnheiður Ríkharðsdóttir tilkynnti um helgina að hún myndi nú íhuga að bjóða sig fram á móti þeim.

Tilkynna þarf framboð tveimur vikum fyrir ársþing eða í síðasta lagi laugardaginn 26. janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner