Hollenska félagið Sparta Rotterdam er búið að tilkynna félagaskipti Nökkva Þeys Þórissonar til félagsins á lánssamningi sem gildir út tímabilið og inniheldur kaupmöguleika.
Nökkvi er 25 ára gamall sem fer til Sparta á láni frá St. Louis City frá Bandaríkjunum. Hann er fenginn sem framherji en getur einnig spilað á vinstri vængnum eins og hann gerði oftast með KA og í Bandaríkjunum. Nökkvi hefur ekki fundið sinn besta takt í MLS deildinni þar sem honum tókst aðeins að skora fimm mörk og gefa tvær stoðsendingar í 39 leikjum.
Hann heldur því í hollenska boltann í fyrsta sinn á ferlinum, en hann vakti upprunalega athygli á sér með Beerschot í Belgíu. Hann var lykilmaður liðsins í næstefstu deild þar í landi sem varð til þess að St. Louis City ákvað að næla sér í hann.
Nökkvi rennur út á samningi hjá St. Louis um næstu áramót og er ekkert sem bendir til þess að hann muni semja aftur við bandaríska félagið.
Sparta Rotterdam er í harðri fallbaráttu í efstu deild hollenska boltans, með 13 stig eftir 18 umferðir. Nökkvi er fenginn til að hjálpa liðinu við markaskorun þar sem leikmenn Sparta eru samtals búnir að skora 15 mörk á deildartímabilinu.
Nökkvi er uppalinn hjá Dalvík/Reyni en var fenginn til Belgíu eftir að hafa átt magnað tímabil í Bestu deildinni 2022 með KA. Hann þótti mikið efni á yngri árum og lék með U19 liði Hannover í Þýskalandi frá 2016 til 2018.
Velkominn, Nökkvi!
— Sparta Rotterdam (@SpartaRotterdam) January 14, 2025
Stöðutaflan
Holland
Holland efsta deild - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | PSV | 12 | 10 | 1 | 1 | 40 | 17 | +23 | 31 |
| 2 | Feyenoord | 12 | 9 | 1 | 2 | 31 | 12 | +19 | 28 |
| 3 | AZ | 12 | 7 | 3 | 2 | 25 | 18 | +7 | 24 |
| 4 | Ajax | 12 | 5 | 5 | 2 | 22 | 17 | +5 | 20 |
| 5 | Utrecht | 12 | 6 | 1 | 5 | 22 | 16 | +6 | 19 |
| 6 | Groningen | 12 | 6 | 1 | 5 | 17 | 17 | 0 | 19 |
| 7 | NEC | 12 | 5 | 3 | 4 | 29 | 20 | +9 | 18 |
| 8 | Twente | 12 | 4 | 4 | 4 | 20 | 18 | +2 | 16 |
| 9 | Go Ahead Eagles | 12 | 4 | 4 | 4 | 19 | 18 | +1 | 16 |
| 10 | Fortuna Sittard | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 20 | -2 | 16 |
| 11 | Sparta Rotterdam | 12 | 5 | 1 | 6 | 14 | 24 | -10 | 16 |
| 12 | Heerenveen | 12 | 3 | 5 | 4 | 19 | 21 | -2 | 14 |
| 13 | Volendam | 12 | 3 | 4 | 5 | 16 | 20 | -4 | 13 |
| 14 | NAC | 12 | 3 | 3 | 6 | 15 | 21 | -6 | 12 |
| 15 | Zwolle | 12 | 3 | 3 | 6 | 14 | 27 | -13 | 12 |
| 16 | Excelsior | 12 | 3 | 1 | 8 | 11 | 23 | -12 | 10 |
| 17 | Telstar | 12 | 2 | 3 | 7 | 14 | 21 | -7 | 9 |
| 18 | Heracles Almelo | 12 | 3 | 0 | 9 | 17 | 33 | -16 | 9 |
Athugasemdir




