Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. febrúar 2020 11:37
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Southampton og Burnley: Walker-Peters byrjar
Walker-Peters spilar sinn fyrsta leik í Southampton treyju.
Walker-Peters spilar sinn fyrsta leik í Southampton treyju.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmannahópi Burnley gegn Southampton í dag. Hann er enn að ná sér af meiðslum og verður að öllum líkindum með í næsta leik gegn Bournemouth eftir viku.

Heimamenn í Southampton gera fjórar breytingar eftir 4-0 tap gegn Liverpool í síðustu umferð.

Kyle Walker-Peters spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið og þá koma Jannik Vestergaard, Stuart Armstrong og Sofiane Boufal einnig inn í byrjunarliðið.

Sean Dyche gerir aðeins eina breytingu eftir markalaust jafntefli gegn Arsenal í síðustu umferð. Phil Bardsley kemur inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Matt Lowton sem er að ná sér af meiðslum.

Southampton og Burnley eru jöfn um miðja deild, með 31 stig eftir 25 umferðir.

Southampton: McCarthy, Walker-Peters, Stephens, Vestergaard, Bertrand, Hojbjerg, Ward-Prowse, Armstrong, Boufal, Long, Ings
Varamenn: Gunn, Bednarek, Smallbone, Romeu, Djenepo, Obafemi, Adams

Burnley: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Hendrick, Cork, Westwood, McNeil, Wood, Rodriguez
Varamenn: Hart, Pieters, Brownhill, Brady, Lennon, Vydra, Long
Athugasemdir
banner
banner
banner