Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2019 14:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
Þórður Jón Jóhannesson.
Þórður Jón Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Þórður Jón Jóhannesson leikmaður Hauka í Inkasso-deildinni sýnir á sér hina hliðina á Fótbolta.net í dag.

Þórður Jón er uppalinn í Haukum og hefur leikið með Haukum mest megnis af meistaraflokki ferli sínum. Hann á að auki 11 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.



Fullt nafn: Þórður Jón Jóhannesson.

Gælunafn: Doddi.

Aldur: 24 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 með Haukunum.

Uppáhalds drykkur: Egilz orka.

Uppáhalds matsölustaður: Hraðlestin.

Hvernig bíl áttu: Var að kaupa mér Polo, mæli með.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office og Game of Thrones þessa stundina.

Uppáhalds tónlistarmaður: Alltaf verið mikill Eminem maður.

Uppáhalds samskiptamiðill: Hef gaman af ruglinu á Twitter.

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi krull.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Gamli ísinn, kiwi, Daim, lakkrískurl.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pizzan er ad leggja af stad til tin. Kvedja Domino’s Pizza.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: FH.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kristján Flóki Finnbogason var alltaf harður í horn að taka.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Kristján Ómar Björnsson.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristján Ómar Björnsson.

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikurinn gegn Dönum á Norðurlandamótinu í U17.

Mestu vonbrigðin: Að vera djöfulsins meiðslapési.

Uppáhalds lið í enska:Derby County.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gary Martin. Held hann sé líka þokkalegur fyrir klefann.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Kíkja á leik hjá Gylfa.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristófer Jónsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Eiður Smári.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Fanndís Friðriks og svo er kærastinn hennar helvíti huggulegur líka.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Eiður Smári.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Birgir Óli.

Uppáhalds staður á Íslandi: Groundið.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Minnisstætt þegar Björgvin Stefánsson slóst við leikmenn og áhorfendur í Eyjum. Hann var ekki alltaf þessi heilsteypti karakter sem hann er í dag.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Síðasta sem ég geri er að renna yfir vöruúrvalið á www.prentlist.is

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ekki af einhverju viti. Fylgist með NFL þegar líða fer á tímabilið þar og svo hafði ég helvíti gaman af pílunni í vetur.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Reimalausum preddum.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: SunStroke Project & Olia Tira - Run Away.

Vandræðalegasta augnablik: Sitja í fallsæti í eina umferð í fyrra, þá var leiðinlegt að vera til.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gunnlaug Fannar Guðmundsson, Gylfa Stein Guðmundsson og Oliver Helga Gíslason. Þar væri never a dull moment.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Mér vex ekki skegg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner