Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 15. júní 2022 18:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og ÍA: Arnór Sveinn byrjar og er með bandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Wöhler byrjar
Eyþór Wöhler byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst viðureign KR og ÍA í níundu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn fer fram á heimavelli KR, Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

KR er í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn og ÍA er í tíunda sætinu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 2-3 útisigrinum gegn FH í síðustu umferð. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn í liðið og ber fyrirliðabandið í leiknum, Þorsteinn Már Ragnarsson og Kristinn Jónsson koma einnig inn í liðið. Hallur Hansson er ekki í leikmannahópi KR í dag en þeir Pálmi Rafn Pálmason og Aron Kristófer Lárusson taka sér sæti á bekknum. Leikurinn í dag er sá fyrsti hjá Arnóri í sumar.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir einnig þrjár breytingar á sínu liði frá 0-2 tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð. Jón Gísli Eyland, Brynjar Snær Pálsson og Eyþór Aron Wöhler koma allir inn í liðið. Þeir Hlynur Sævar Jónsson, Benedikt Warén og Guðmundur Tyrfingsson taka sér sæti á bekknum.
Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Theodór Elmar Bjarnason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Steinar Þorsteinsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
7. Christian Köhler
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
19. Eyþór Aron Wöhler
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
Athugasemdir