Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fim 15. ágúst 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Cattermole á leið í hollenska boltann?
Lee Cattermole, fyrrum miðjumaður Sunderland, æfir þessa dagana með VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni.

Cattermole er án félags í augnablikinu en tíu ár dvöl hans hjá Sunderland lauk í sumar.

Cattermole stóð með Sunderland í gegnum súrt og sætt og fór með liðinu úr ensku úrvalsdeildinni niður í C-deildina.

Þessi fyrrum leikmaður Middlesbrough og Wigan gæti nú gengið til liðs við félag utan Englands.

Cattermole mun æfa með VVV Venlo á næstunni áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.
Athugasemdir