Fjölnir 1 - 1 Fram
0-1 Egill Otti Vilhjálmsson ('6)
1-1 Rafael Máni Þrastarson ('56)
0-1 Egill Otti Vilhjálmsson ('6)
1-1 Rafael Máni Þrastarson ('56)
Fjölnir og Fram áttust við í Reykjavíkurmótinu í Egilshöllinni í kvöld og tóku gestirnir úr Úlfarsárdal forystuna snemma leiks.
Egill Otti Vilhjálmsson skoraði strax á sjöttu mínútu gegn sínum gömlu liðsfélögum, en hann lék á láni hjá Fjölni á síðustu leiktíð.
Fram hélt forystunni allt þar til í síðari hálfleik, þegar Rafael Máni Þrastarson setti jöfnunarmark fyrir heimamenn. Rafael Máni er fæddur 2007 og skoraði 4 mörk í 12 leikjum í Lengjudeildinni í ár.
Sigurjón Daði Harðarson lék seinni hálfleikinn á milli stanga Fram eftir að hafa nýlega skipt yfir til félagsins frá Fjölni.
Liðin áttust við í fyrstu umferð í A-riðli Reykjavíkurmótsins.
Athugasemdir



