Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. janúar 2022 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir ummæli Haaland hafa komið sér á óvart
Erling Braut Haaland fer frá Dortmund í sumar
Erling Braut Haaland fer frá Dortmund í sumar
Mynd: EPA
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Borussia Dortmund, var hissa á ummælum norska framherjans Erling Braut Haaland í viðtali við norska fjölmiðlamanninn Jan Åge Fjortoft.

Framtíð Haaland er á milli tannanna á fólki en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir 80 milljónir evra í sumar.

Barcelona, Chelsea, Real Madrid, Manchester City og Bayern München eru öll í baráttu um hann en Haaland sagði í viðtali á dögunum að Dortmund væri að ýta á eftir leikmanninum að taka ákvörðun.

„Ég ætla ekki að ákveða mig núna alla vega. Við eigum erfiðan kafla af leikjum framundan en Dortmund vill að ég ákveði mig núna," sagði Haaland.

Zorc segist hissa á þessum ummælum Haaland.

„Ummæli Haaland komu okkur á óvart. Það er enginn frestur á þessu og það hafa ekki neinar viðræður átt sér stað. Við viljum samt hefja viðræður á einhverjum tímapunkti," sagði Zorc við Kicker.
Athugasemdir
banner
banner
banner