Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 12:01
Elvar Geir Magnússon
Kalimuendo færist nær Forest
Mynd: EPA
Nottingham Forest er komið vel á veg í viðræðum við franska félagið Rennes um sóknarmanninn Arnaud Kalimuendo samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins.

Þessi 23 ára sóknarmaður skoraði 18 mörk þegar Rennes endaði í tólfta sæti í frönsku deildinni á síðasta tímabili.

Forest er á leiðinni í Evrópudeildina en liðið færðist upp úr Sambandsdeildinni á kostnað Crystal Palace.

Nuno Espírito Santo, stjóri Forest, þarf að auka breiddina í hópnum hjá sér en hann hefur þegar fengið Igor Jesus frá Botafogo fyrir 10 milljónir punda.

Kalimendo hóf sinn feril hjá Paris St-Germain en hann hefur skorað 42 mörk í 105 leikjum fyrir Rennes síðan hann kom til félagsins 2022. Hann var í liði Frakklands sem fékk silfur á Ólympíuleikunum í París á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner